Kennt verður á Teams í náminu og á Zoom á námskeiðunum. Nemendur sem eru að byrja fá aðgang að Teams frá Hringsjá. Breytist þetta í takti við sóttvarnarreglur.
Nú hefur smitum vegna COVID fjölgað verulega síðastliðna daga. Er því sérstaklega mikilvægt að við fylgjum sóttvarnarreglum til hins ítrasta svo við þurfum ekki að grípa til lokunar. Frá og með mánudeginum 21. september verður grímuskylda í Hringsjá.
Engar undantekningar verða á skyldunni hvorki hjá nemendum né starfsfólki. Því biðjum við ykkur um að hafa meðferðis grímu(r) þegar farið er í Hringsjá. Einnig er hægt að fá gímu hjá okkur í afgreiðslunni.
Áfram er mikilvægt að mæta alls ekki í skólann ef þið eruð með einkenni COVID, svo sem kvef og þið þurfið að tilkynna fjarveru á Innu eða í síma 510-9380.
Dagskrá námskeiða fyrir vorönn 2021 er hér á vefnum.
Sjónvarpsstöðin Hringbraut heimsótti Hringsjá og gerði þátt um starfsemina. Hér birtum við þáttinn með leyfi Hringbrautar.
Áfangalýsingar fyrir skólaáfanga Hringsjár eru á áfangasíðunni. Sumar lýsinganna eru enn í vinnslu og kunna að taka einhverjum breytingum.
Skóladagatalið fyrir 2020 - 2021 má sjá á námssíðunni. Smelltu á dagatalið til að sækja það í PDF skjali.
Fyrir þá sem vilja greiða efnisgjöld eða námskeiðsgjöld í gegnum netbanka eru hér nauðsynlegar upplýsingar:
Kennitala Hringsjár: 540987-2549
Reikningsnúmer: 0111-26-036935
Ath. Muna að setja nafn eða kennitölu nemanda sem skýringu svo hægt sé að rekja færsluna!
Efnisgjöld á 1. önn eru kr. 27.000, en kr. 20.000 á 2. og 3. önn. Námskeiðsgjald er kr. 20.000.
Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?
Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is
Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!
Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd
Hringsjá tekur þátt í Erasmus+ verkefninu "EMPOWERING ADULT TRAINING: A GUIDE FOR EMOTIONAL MANAGEMENT"
í samstarfi við Permacultura Cantabria á Spáni og Mozaik Human Resources Development í Tyrklandi
Falleg loftmynd af Hringsjá og Hátúnshverfinu. (Smelltu á mynd til að fá stærri útgáfu.)
Þann 6. október 2017 voru liðin 30 ár frá því að Hringsjá var formlega hleypt af stokkunum 1987 og þá undir heitinu Starfsþjálfun fatlaðra.
Gamlir nemendur kíkja oft við í Hringsjá. Einn slíkur er Þorvaldur Tolli Ásgeirsson. Eftir að hafa lent í slæmu slysi til sjós kom hann til okkar og fann sig svo vel í námi að nú er hann kominn með MSc gráðu í olíuverkfræði og orðinn þjónustustjóri hjá Hamri vélsmiðju (hamar.is).
Við getum ekki stillt okkur um að sýna hér nafnspjaldið hans (með góðfúslegu leyfi Tolla)
Hringsjá hefur staðist gæðamat og fengið gæðavottun samkvæmt European Quality Mark - EQM, en það er evrópskur gæðastaðall fyrir fræðsluaðila.
Nánar um þessa vottun á heimasíðu EQM.
Þessi fallega kveðja frá nemanda birtist á borði kaffistofunnar eitt vorið (ásamt skál af páskanammi). Starfið með nemendum Hringsjár er okkur öllum mjög gefandi, en svona góð orð gleðja okkur auðvitað sérstaklega og eru hvatning til að gera enn betur.
Nú hef ég sjálfstraust og gleði í hjarta.
Hringsjá gaf mér aftur mitt líf.
Yfir engu ég hef hér að kvarta.
Þið eruð ljós mitt, skjöldur og hlíf.
Gleðilega páska
Takk fyrir að vera til elskurnar mínar.
Þá gæti HRINGSJÁ verið rétti staðurinn fyrir þig.
HRINGSJÁ er náms- og starfsendurhæfing fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla. Hafðu samband ef þú telur að Hringsjá gæti hjálpað þér áleiðis að því að komast í nám eða vinnu. Þú getur sótt eyðublöð fyrir umsókn og tilvísun á umsóknarsíðunni eða komið í heimsókn. Athugaðu að umsókn um fullt nám þarf að fylgja tilvísun frá til þess bærum aðila. Umsókn fyrir vorönn þarf að berast fyrir 15. nóvember árið á undan. Umsókn fyrir haustönn þarf að berast fyrir 15. maí sama ár og umsækjandi vill byrja. Sterklega er mælt með því að umsækjandi hafi sótt tvö eða fleiri námskeið hjá Hringsjá áður en sótt er um fullt nám. Um námskeið má sækja hvenær sem er, eftir að námskeið hafa verið auglýst á námskeiðasíðunni. |
Ef þú hefur áður sótt um fullt nám en ekki fengið inngöngu er mikilvægt að staðfesta fyrri umsókn ef þú hefur enn áhuga. Og sækja námskeið á meðan þú bíður. Góð frammistaða á námskeiðum gefur að öllu öðru jöfnu betri möguleika á að komast í fullt nám.
Hér er mynd sem sýnir hvaða úrræði eru í boði hjá Hringsjá. Smelltu á myndina til að fá stærri útgáfu.
Margir nemendur Hringsjár þurfa á stuðningi að halda - bæði líkamlegum og andlegum. Í Hringsjá er mikið lagt upp úr því að nemendum líði sem best svo að þeir geti einbeitt sér að því að byggja sig upp og takast á við verkefni hvers dags. Hér er yfirlit yfir margvíslegan stuðning sem í boði er: Stuðningur í Hringsjá.
Hér er frétt sem birtist í Fréttablaðinu 18. maí 2013:
Líf Elísu Dagmarar Andrésdóttur tók miklum breytingum þegar hún settist aftur á skólabekk eftir margra ára fjarveru. ...
Sólrún H. Jónsdóttir var í hópi 18 nemenda Hringsjár sem útskrifuðust á vorönn 2012. Í því tilefni tók Fréttablaðið viðtal við Sólrúnu.
Starfsmenn Hringsjár hafa fjölbreytta reynslu af skóla- og félagsstarfi og úr atvinnu- og listalífinu.
Aftari röð frá vinstri: Hlynur Áskelsson, Magnús Ingimundarsson, Linda Björk Sigurðardóttir, Anna Sigríður Einarsdóttir, Sigríður Margrét Hermannsdóttir, Jón Baldvin Georgsson, Gígja Baldursdóttir, Kolbrún Hjálmtýsdóttir, Svala Breiðfjörð Arnardóttir, Halldór Örn Þorsteinsson og Adolf Petersen.
Fremri röð frá vinstri: Valgerður Jóna Valgarðsdóttir, Elsa Bára Traustadóttir, Ásta Fanney Reynisdóttir, Helga Eysteinsdóttir forstöðumaður Hringsjár, Ólína Sveinsdóttir, Lilja Ósk Magnúsdóttir og Unnur Vilhjálmsdóttir.
Á myndina vantar Guðrúnu Aldísi Jóhannsdóttur, Katrínu Hjálmarsdóttur, Klöru Dögg Sigurðardóttur, Kolbein Sigurjónsson, Maríu Pálsdóttur og Sigríði Jónsdóttur.
Sjá nánar á starfsmannasíðu.
Á myndinni eru frá vinstri: Frímann Sigurnýasson frá SÍBS, Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir frá Sjálfsbjörgu, Halldór Sævar Guðbergsson frá Blindrafélagi Íslands, sem jafnframt er formaður stjórnar, og Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ.
Sjá nánar á síðu um Hringsjá.
Hringsjá hefur hlotið EQM (European Quality Mark) gæðavottunina sem er staðfesting á því að nám og starfsemi Hringsjár stenst evrópskar kröfur um gæði fræðsluaðila.
Hringsja has been awarded the European Quality Mark (EQM), which certifies that Hringsja fulfills European standards as a provider of education.