Hringsja Logo

Persónuverndarstefna

Hringsjá, náms- og starfsendurhæfing vinnur með persónugreinanlegan gögn og leggur áherslu á að öll meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Starfsfólk gætir fyllsta trúnaðar og eru ákvæði um persónuvernd, trúnað og þagnarskyldu í ráðningarsamningum starfsfólks og verktaka. Gögn eru vistuð í traustum kerfum og í læstum skjalageymslum. Nemendur Hringsjár skrifa undir samstarfssamning og veita upplýst samþykki/heimild til upplýsingaöflunar og samráðs. Til að ráðgjafar Hringsjár geti veitt einstaklingi nauðsynlegan stuðning og ábyrgst endurhæfingaráætlun þurfa þeir að afla viðeigandi upplýsinga um hann og ástæður skertrar vinnugetu. Stefna þessi er byggð á lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Hringsjá starfar eftir lögum um framhaldsfræðslu nr. 27/2010. Samkvæmt 2. mgr. 13.gr. laganna er fræðsluaðila skylt að varðveita upplýsingar um það nám sem nemendur hafa lagt stund á og lokið og að veita þeim aðgang að þeim. Upplýsingarnar eru vistaðar í Innu sem er aðgangsstýrt nemendabókhaldskerfi. Aðrar upplýsingar sem skráðar eru í Innu eru varðveittar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014.  Einkunnir nemenda sem voru í Hringsjá áður en Inna var tekin til notkunar eru varðveittar samkvæmt lögum nr. 77/2014.

Forstöðumaður og gæðastjóri deila hlutverki persónuverndarfulltrúa og bera ábyrgð á að stefnunni sé framfylgt.