Hringsja Logo

Stefna Hringsjár

Um okkur

Starfsemi Hringsjár snýst um hjálp til sjálfshjálpar og byggir fyrst og fremst á námi, ráðgjöf, stoðþjónustu, þverfaglegri starfsendurhæfingu og samvinnu.

Sérstaða Hringsjár felst m.a. í því að um er að ræða einstaklingsmiðað nám. Samhliða námi býðst notendum að nýta sér sérfræðilega ráðgjöf og starfsendurhæfingu sem hluta af endurhæfingunni.

Starfsþjálfun fatlaðra var stofnuð sem samstarfsverkefni Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) og félagsmálaráðuneytisins 6. október 1987. Nafninu var breytt í Hringsjá árið 1995.

Á þeim árum sem Hringsjá hefur starfað hefur starfsemin aukist jafnt og þétt og námsframboðið tekið mið af þörfum einstaklinga og atvinnulífs. Öryrkjabandalag Íslands skipar í stjórn Hringsjár.