Hringsja Logo

Matsbraut

Hentar vel þeim sem vilja meta stöðu sína. 

  • Þeir sem þurfa að auka daglega virkni 
  • Þeir sem eru að stefna á nám en hafa verið lengi frá námi 
  • Þeir sem eru að stefna á starfsendurhæfingu hjá Hringsjá 
  • Almennir atvinnuleitendur 
  • Langtímaatvinnulausir 
  • Fólk með skerta starfsgetu 
  • Þeir sem vilja vera í litlum hóp með einstaklingsmiðaða nálgun 

 

Lýsing á þjónustu:
Um er að ræða þjónustu í 1-2 mánuði. Þátttaka einstaklings telst fullnægjandi ef honum tekst meðal annars að mæta og taka þátt í þjónustu sem nemur 12-15 tímum á viku. Alltaf hægt að koma inn í hóp ef það er laust pláss. Að auki einstaklingsviðtöl við iðjuþjálfa, kennara og ráðgjafa Hringsjár. 

Innihald/uppbygging brautar:
Verkefnavinna, tölvunotkun, tölunotkun, valdefling, sjálfsstyrking, mat á færni,  geðrækt og hreyfing t.a.m. jóga. Dagskráin miðar að því að styrkja sjálfsmynd þátttakenda og stuðla að jákvæðu viðhorfi til náms eða starfs. Nálgun er einstaklingsmiðuð og efnistök fjölbreytt.   

Lengd:
1-2 mánuðir, 12-15 st. á viku.