Hringsja Logo

Gæðavottun

Mikil áhersla hefur alltaf verið á fagmennsku og gæði í starfsemi Hringsjár. Hringsjá starfar eftir EQM gæðakerfinu (European Quality Mark) sem er sameiginlegt gæðaviðmið fyrir fræðsluaðila utan hins formlega skólakerfis. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins veitir gæðavottunina en EQM vottunarferlið byggir á sjálfsmati og eftirliti. Með gæðavottuninni er staðfest að Hringsjá stenst evrópskar kröfur um gæði fræðslustarfsemi á fullorðinsstigi.  Samkvæmt 14. gr. laga um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 er kveðið á um innra og ytra eftirlit á gæðum skólastarfs til að tryggja gæði náms og stuðla að umbótum.

-Innra og ytra mat

Árlega fer fram innri úttekt og á þriggja ári fresti kemur matsaðili og framkvæmir úttekt. Innra mat fer fram með námskönnunum þar sem m.a. er metinn árangur og gæði kennslustarfsins. Hringsjá er með kvartanaskráningu og umbótaáætlun. Starfsmannaviðtöl fara fram árlega og er þar m.a. gert mat á starfsumhverfi starfsmanna.

-Gæða- og rekstrarhandbók

Hringsjá er með sína eigin gæða- og rekstrarhandbók og er hún vistuð á innra gæðakerfi stofnunarinnar. Í gæðahandbókinni er að finna verkferla, vinnulýsingar og gátlista varðandi innra og ytra mat Hringsjár.