Hringsja Logo

Erlent samstarf

Hringsjá er í samstarfi við þessar erlendu stofnanir.

Hringsjá var verkefnisstjóri í Erasmus Plus verkefni. Samstarfslönd eru Spánn og Tyrkland árið 2017-2019. Titill verkefnis er Empowering adult training: A guide for emotional management (Valdefling í fullorðinsfræðslu: Handbók um tilfinningastjórnun). Gefið var út kennsluefni um tilfinningastjórnun, ætlað kennurum í fullorðinsfræðslu sem vinna með jaðarhópum.

Hringsjá tók þátt í verkefni á vegum Nordplus sem heitir "Hvordan får vi sårbare unge mennesker til at blive aktive, åbne og robuste; så de som voksne, selvforsøgende kan indgå i samfundet". Verkefnið hófst í Færeyjum í október 2017 og lauk í Danmörku í október 2018. Samstarfslönd voru Noregur, Danmörk, Færeyjar og Svíþjóð.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Norrænt tengslanet um nám fullorðinna og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins stóðu fyrir vinnustofu um málefni er brennur á ungum fullorðnum einstaklingum (18-30 ára). Vinnustofan „Clever Competence“ var haldin í Borgarleikhúsinu 10. október 2019. Ráðstefnan var hluti af formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni. Einn starfsmaður og átta nemendur frá Hringsjá tóku þátt í vinnustofunni en aðaláhersla var á að fá sjónarmið ungs fólks sem hefur verið skapandi í sínum náms- og starfsferli og þurft að leita margvíslegra leiða. Forstöðumaður Hringsjár var í viðtali í júní 2019 á DialogWeb sem er rafrænn vettvangur Norræna tengslanetsins fyrir fullorðinsfræðslu. Á DialogWeb var viðtalið birt á norsku. https://nvl.org/content/hringsja-en-mulighet-til-bedre-liv Viðtalið vakti athygli og var fengið leyfi til að færa það yfir á EPALE sem er rafrænn vettvangur Evrópusambandsins fyrir fullorðinsfræðslu.