Hringsja Logo

Helgi Elfarsson

Ég leiddist út í neyslu á unga aldri, gekk illa í grunnskóla og fór ekki í framhaldsnám. Ég hafði litla sem enga trú á sjálfum mér. Yfir árin þá náði ég einhverjum edrú tíma og eignaðist stelpuna mína sem lét mig vilja breytast og vera betri maður fyrir hana. En samt sem áður var öll von um menntun horfin. Ég var búinn að vera svo edrú í eitt ár þegar strákur á mínum aldri nefndi við mig skólann Hringsjá. Það gaf mér smá von og ég hugsaði bara afhverju ekki að prófa. Ég sótti um, tók nokkur námskeið og komst inn. Aldrei hafði mér liðið jafn vel í skóla eins og í Hringsjá. Allt uppá 10. Alveg frá Helgu forstöðukonu, kennurunum og hressu konunum í móttökunni. Halldór þolinmóði stærðfræðikennarinn var samt uppá 10,5. Ég komst að því hjá ykkur að ég gat lært sem var dýrmæt lífsreynsla. Eftir að hafa farið í margar skólaheimsóknir með Hringsjá og hafði öðlast trú á mér eftir mikinn undirbúning frá ykkur. Þá fann ég að ég vildi mennta mig meira. Mér leist rosalega vel á skólann FÁ eftir heimsóknina þangað og skráði mig í kjölfarið í skólann. Ég vissi ekki alveg hvað ég vildi verða en hafði mikinn áhuga á heilsu og skráði mig á íþróttabraut og stefndi á að klára stúdentspróf. Þegar ég var langleiðina kominn með að klára það, þá áttaði ég mig loksins á hvað ég raunverulega vildi gera. Ég vildi verða heilsunuddari. Ég skipti um braut og kláraði heilsunuddarann. Ég ætlaði mér samt sem áður að klára stúdentinn líka og gerði það líka. Ég útskrifaðist núna 20 maí 2023 bæði sem heilsunuddari og kláraði einnig stúdentspróf. Þann árangur er mikið Hringsjá að þakka og verð ég ævinlega þakklátur.

Deildu þessu: