Tenglar fyrir tölvukennsluna

Windows 10

Mynd af Windows lyklinum

Windows lykillinn er mikið notaður sem flýtilykill í Windows 8 og 10.

Hér er PDF skjal með yfirliti yfir flýtiaðferðirnar: Windows lykillinn í Windows 8 og 10.

Tölvupóstur (outlook.com, gmail.com)

Merki outlook.com Merki gmail.com

Stórfyrirtækin Microsoft og Google bjóða bæði póstþjónustu á netinu. Microsoft með hotmail.com (sem er verið að færa yfir í outlook.com) og Google með Gmail. Þessar póstþjónustur eru líka lykill að því að hafa aðgang að geymslurými á netinu (Onedrive, Google Drive) og forritum á netinu (Office Online, Google Docs).

Kostur við að nota þessar þjónustur er að þær eru óháðar internetþjónustufyrirtæki og því minna mál að skipta. Ókostur er að þessir aðilar fá þá upplýsingar um tölvunotkun (og símanotkun) og geta nýtt þær til að birta auglýsingar.

Geymslurými á netinu (Onedrive, Google Drive)

Merki Onedrive
Merki Google Drive

Þessar þjónustur bjóða báðar 15GB af geymslurými á netinu án endurgjalds með möguleika á að kaupa áskrift og fá mun meira rými. Geymslurýmið er aðgengilegt gegnum vefsíður, en einnig er hægt að setja forrit inn á tölvu, sem býr þá til möppu og sér um að færa innihald möppunnar yfir á netið og öfugt. Svipuð þjónusta er veitt af Dropbox en ókeypis geymslurýmið er mun minna eða um 2 GB.

Merki Office Online
Google Docs með táknum

Bæði Microsoft og Google bjóða frían aðgang að forritum á vefnum í tengslum við geymslurýmin (Onedrive og Google Drive). Þróun vefforrita hefur tekið hröðum skrefum og eru þau orðin ágætlega öflug og duga fyrir flest almenn verkefni.

Netkennsla á Office ( Office 365 Learning Center)

Tákn ýmissa Office forrita

Microsoft býður upp á fjöldan allan af kennslumyndböndum (á ensku) fyrir Office (Word, Excel, PowerPoint,...) og önnur Microsoft forrit á netinu. Kíktu á eitthvað af þeim. Office 365 er netáskriftarútgáfa af Office.

Timarit.is (timarit.is)

Merki timarit.is

Timarit.is er stafrænt safn sem veitir aðgang að milljónum myndaðra blaðsíðna á stafrænu formi af þeim prentaða menningararfi sem varðveittur er í blöðum og tímaritum frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi.

Prófaðu að leita að ömmu og afa!

Fingrasetning (typing.com)

Merki typing.com

Typing.com (áður typingweb.com) er ítarlegur vefur á ensku með vélritunaræfingum og leiðbeiningum um fingrasetningu. Hægt er að velja íslenskt lyklaborð og bætast þá séríslensku stafirnir í æfingarnar. Athugaðu að skrá þig sem notanda til að æfingarnar varðveitist. Kennarar geta valið kennaraaðgang og stofnað notendur og hópa.

Klukkustund kóðunar (Code.org)

Merki code.org

Code.org er heimasíða átaks í að fá börn, unglinga og forvitna til að prófa forritun.

Farðu á síðuna og prófaðu Klukkustund kóðunar (Hour of Code). Sýndu börnunum þetta líka, ekki síður stelpunum! Ef þetta vekur áhuga þá er fullt af framhaldsefni.
(Ath. Ef efnið kemur ekki sjálfkrafa á íslensku, er hægt að velja tungumálið neðst á síðunni.)

Vefsíðutækni hjá W3Schools (w3schools.com)

Merki W3Schools

W3Schools.com er vefur með yfirlit og æfingar í öllu sem tengist vefsíðugerð (HTML, CSS, JavaScript, o.fl.)

Myndvinnsla á netinu (lunapic.com)

Merki Lunapic

Lunapic er gagnvirk vefsíða þar sem hægt er að breyta og setja ýmis áhrif á myndefni. Góð leið til að kynnast heimi myndvinnslu.