Texti til að æfa lyklaborðið

Hér er hægt að æfa að nota ýmsa lykla á lyklaborðinu. Ath. Breytingar sem þú gerir varðveitast ekki. Ef síðan er endurnýjuð (t.d. með F5 lyklinum) þurrkast út allar breytingar.

ÖRVARLYKLARNIR

Mynd af örvarlyklum

Örvarlyklarnir fjórir.

Algeng notkun:

 • Færa textabendilinn (þann sem blikkar) til vinstri eða hægri um EINN STAF (ath. bilin eru líka stafir).
 • Færa textabendilinn upp eða niður um EINA LÍNU (ath. sumar línur geta verið tómar).

Æfðu örvarlyklana hér:

Verkefni 1: Örvarlyklar til vinstri og hægri

Smelltu framan við J í textareitnum til að setja textabendilinn framan við J. Slepptu svo músinni og notaðu örvarlykilinn til hægri til að færa textabendilinn og telja hve margir stafir eru í textanum "Jónas Hallgrímsson.".

Hvað eru margir stafir í þessum texta?

Smelltu til að sjá svarið

Verkefni 2: Örvarlyklar upp og niður

Notaðu örvarlyklana til að kanna hvað þessi texti hefur margar línur. Ath. að sumar línurnar hafa engan texta.

Hvað eru margar línur í þessum textareit?

Smelltu hér til að sjá svarið

Nokkrar skilgreiningar

Áður en lengra er haldið er gott að hafa á hreinu eftirfarandi hugtök sem koma fyrir í skrifuðum tölvutexta.
 • Stafur: (Enska: character) Öll tákn sem eru skrifuð með lyklaborðinu þar á meðal bókstafir A til Ö, tölustafir 0 til 9, bil og ýmis tákn t.d. (.;,/"#+*-=), en einnig stafir sem eru ekki sýnilegir en hafa merkingu fyrir tölvunni.
 • Bil: (Enska: space, word space) Sérstakur ósýnilegur stafur sem er aðallega notaður til að aðskilja orð.
 • Lína: (Enska: line) Allir stafir sem raðast saman hlið við hlið á blaði eða skjá mynda línu. Línur geta virst vera tómar, þ.e. innihaldið enga sýnilega stafi. Þegar texti er skrifaður er best að leyfa honum að raðast sjálfkrafa í línur. Lengd textalínu ræðst af plássinu sem textanum er ætlað. T.d. í Word ræðst línulengdin m.a. af stærð blaðsins, spássíum og inndrætti.
 • Orð: (Enska: word) Fyrir tölvunni eru það stafirnir milli tveggja bila (að slepptum greinarmerkjum svo sem punkti eða kommu), ekki endilega íslenskt orð.
 • Efnisgrein: (Enska: paragraph). Getur innihaldið engan, einn eða fleiri stafi og orð. Efnisgrein í tölvutexta er því ekki sama og málsgrein í íslensku. Í tölvutexta endar efnisgrein þegar ýtt er á Enter lykilinn og um leið verður til ný efnisgrein. Nánar: Þegar ýtt er á Enter kemur sérstakur ósýnilegur stafur í textann. Þessi stafur er nefndur efnisgreinarmerki og er það alltaf síðasti stafurinn í efnisgrein. Efnisgreinarmerki er líka alltaf síðasti stafurinn í viðkomandi línu, þannig að næsta efnisgrein byrjar í línunni fyrir neðan. Ef ýtt er á Enter án þess að skrifa neitt í efnisgreinina verða því til auðar línur (auðar efnisgreinar). Dæmi: Þessar skilgreiningar eru hver ein efnisgrein sem endar á efnisgreinarmerki. Í vísunni eftir Jónas er hver lína ein efnisgrein (líka þær auðu og líka strikin).

Æfingar með þessi hugtök

Verkefni 3: Hvað eru stafir?

Hvað eru margir stafir í línunni hér fyrir neðan?

Smelltu til að sjá svarið

Verkefni 4: Bil eru líka stafir

Hvað eru mörg bil á milli A og B hér fyrir neðan? En B og C?

Smelltu hér til að sjá svarið

Verkefni 5: Bil á milli stafa

Af hverju er þetta orð svona langt?

Smelltu hér til að sjá svarið

Verkefni 6: Hvað eru orð?

Mundu að tölvan lítur á allar stafarunur sem "orð" og að hún notar fyrst og fremst bil að afmarka orð.

Ábending: Með CTRL lykli ásamt hægri eða vinstri örvarlykli færist textabendillinn um eitt "orð" í einu.

Hvað eru mörg orð (samkvæmt skilningi tölvunnar) hér fyrir neðan?

Smelltu hér til að sjá svarið

Verkefni 7: Hvað er efnisgrein?

Mundu að efnisgrein í tölvu er ekki það sama og málsgrein í íslensku máli. Í tölvutexta getum við kannað efnisgreinar með Ctrl lykli ásamt upp og niður örvarlyklum sem láta textabendilinn hoppa á milli efnisgreina. Með músinni er hægt að velja heila efnisgrein með því að ÞRÍsmella!

Hvað eru margar efnisgreinar í þessum sögubút?

Smelltu hér til að sjá svarið

ÖRVARLYKLAR með ÖÐRUM LYKLUM

Mynd af örvarlyklum ásamt Shift og Control

Örvarlyklarnir fjórir. Á myndinni má líka sjá Shift (sjift) lykilinn (efst til vinstri) og Ctrl (kontrol) lykilinn fyrir neðan.

Örvarlyklar með Ctrl lykli

Ef Ctrl lykli er haldið niðri breytist virkni örvarlyklanna:

 • Ctrl + vinstri eða hægri ör: Færir ritbendilinn um EITT orð til vinstri eða hægri
  (stoppar líka við punkta, kommur og önnur greinarmerki).
 • Ctrl + upp eða niður ör: Færir ritbendilinn um EINA EFNISGREIN upp eða niður (nákvæmlega: frá einu Enter tákni til annars).

Verkefni 8: Ctrl lykill ásamt örvarlyklum

Notaðu þennan texta til að æfa Ctrl lykil með örvarlyklum.

Með Shift lykli

Ef Shift lykli er haldið niðri er hægt að nota örvarlyklanna til að velja (blokka) texta:

 • Shift + vinstri eða hægri ör: Færir ritbendilinn um EINN staf til vinstri eða hægri og VELUR stafinn um leið.
 • Shift + upp eða niður ör: Færir ritbendilinn um EINA LÍNU upp eða niður og VELUR línuna um leið.

Verkefni 9: Notaðu þennan texta til að æfa Shift lykil með örvarlyklum.

Lagaðu vísuna hér fyrir neðan. Veldu heilar runur af X (ekki eitt í einu) og eyddu þeim með því að slá á Delete lykil.

Með Ctrl OG Shift lykli

Ef Ctrl og Shift lykli er báðum haldið niðri þá færist ritbendillinn um heilt orð eða efnisgrein í einu OG velur textann um leið.

Verkefni 10: Ýttu á F5 til að sækja síðuna aftur. Lagaðu vísuna hér fyrir ofan.

Notaðu Ctrl + Shift lyklana til að vera fljótari að velja heil orð (runur af X) eða efnisgreinar.

HOME og END lyklarnir

Mynd með Home og End lyklunum
 • Home lykillinn: Færir ritbendilinn fram fyrir fyrsta staf í línu
 • End lykillinn: Færir ritbendilinn aftur fyrir síðasta staf í línu
 • Ctrl + Home / End: Færir ritbendilinn fremst/aftast í texta
 • Shift + Home / End: Færir ritbendilinn fremst/aftast í línu og velur um leið

Verkefni 11: Lagaðu vísuna hér fyrir neðan. Notaðu Home og End lyklana ásamt Shift til að vera fljótari að velja X-in.

Eyddu þeim með því að slá á Delete lykil.