Matsbraut er 1-2 mánaðar löng braut í Hringsjá. Einstaklingurinn kemur inn í lítinn hóp þar sem mikil áhersla er lögð á mætingu og virkni. Dagskráin miðar að því að styrkja sjálfsmynd þátttakenda og stuðla að jákvæðu viðhorfi til náms eða starfs. Nálgun er einstaklingsmiðuð og efnistök fjölbreytt. Nemendur geta einnig fengið einstaklingsviðtöl hjá iðjuþjálfa, náms- og starfsráðgjafa og félagsráðgjafa.
Við bjóðum einnig upp á matsbraut fyrir fólk af erlendum uppruna. Efnistök eru þau sömu og á íslensku matsbrautinni en kennslan fer fram á ensku og/eða íslensku.
Báðar þessar brautir henta vel þeim sem vilja meta stöðu sína og ákveða næstu skref.
Ef þú vilt vita meira um matsbrautina fyrir þig eða einhvern sem þú þekkir þá viljum við endilega hvetja ykkur til að senda fyrirspurn á umsjónarmann matsbrautarinnar, hana Guðrúnu Helgu – gudrunh@hringsja.is
Laust er í næsta hóp sem fer af stað 18. september
Sjáumst í Hringsjá.