Víðsjá

Samþætt heillbrigðisþjónusta og starfsendurhæfing fyrir ungt fólk
 
Víðsjá er samþætt heilbrigðisþjónusta og starfsendurhæfing fyrir ungt fólk á aldrinum 16-29 ára og tilheyra eftirfarandi undirhópum NEET-skilgreiningarinnar:
  1. Ungmenni sem glíma við andlegan vanda sem hamlar náms- og/eða atvinnuþátttöku.
  2. Ungmenni með röskun á einhverfurófi sem jafnframt eru með hamlandi geðræn vandamál.
Sérstök áhersla er lögð á náið samstarf og samráð við bæði heilbrigðiskerfið og VIRK starfsendurhæfingarsjóð. 
 

Markmið

Markmiðið er að veita ungmennum sérhæfða einstaklingsmiðaða þjónustu sem sniðin er að þörfum þeirra til að auka virkni þeirra, efla starfsgetu og félagsfærni. Markmiðið er að styðja þátttakendur til sjálfstæðrar virkni, aukinnar þátttöku í samfélaginu og betri lífsgæða.
 

Ráðgjafi/tengiliður

Allir þátttakendur fá ráðgjafa/tengilið við innritun í þjónustu og er hlutverk hans að styðja við þátttakendur í endurhæfingunni. Þátttakendur hitta ráðgjafa sinn reglulega í viðtölum. Hlutverk ráðgjafans er einnig að gera reglulegt mat á þjónustuþörfum og meta einkenni og árangur meðferðar. Ráðgjafi/tengiliður er heilbrigðisstarfsmaður þ.e. félagsráðgjafi eða iðjuþjálfi.
 

Þverfaglegt teymi heilbrigðisstarfsmanna

Þverfaglegt teymi heilbrigðisstarfsmanna kemur að þjónustunni við þátttakendur en í teyminu eru iðjuþjálfi, sálfræðingur og félagsráðgjafi. Aðrir sérfræðingar s.s. sjúkraþjálfari og geðlæknir eru kallaðir til eftir þörfum. Aðrir sérfræðingar eins og t.d. náms- og starfsráðgjafi sem sér um stuðning við þátttakendur sem eru í námi kemur einnig á vikulega teymisfundi með þverfaglega teyminu. 
 

Viðmið og skilyrði fyrir þátttöku:

  • Aldur 16–29 ára
  • Vanvirkni síðustu 6 mánuði
  • Skerðing á samfélagsþátttöku
  • Andlegar hindranir eða geðraskanir sem takmarka þátttöku í námi eða starfi

Innihald þjónustu (helstu meðferðarúrræði):

  • Sálfræðiþjónusta
  • Þjálfun í félagsfærni/bjargráðum
  • Þátttaka í daglegum viðburðum, hópþjálfun og virkni
  • Heilbrigðis- og lífsstílsfræðsla
  • Uppbygging stuðningsnets og félagslegra tengsla
  • Jafningjastuðningur
  • IPS-atvinnumiðlun