Upphaf vorannar 2025

Nú er ný önn hafin í Hringsjá.

30 nýnemar mættu á nýnemadaga þann 6. og 7. janúar. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin í Hringsjá.

Kennsla hófst samkvæmt stundatöflu 9. janúar.

Við viljum endilega hvetja alla til að kynna sér skóladagatalið okkar og skrá hjá sér allar helstu dagsetningarnar á þessari önn. Hér getið þið nálgast skóladagatalið í Hringsjá:

https://hringsja.is/wp-content/uploads/2024/10/Hringsja-skoladagatal-2024-25.pdf

Við hvetjum nemendur til að leita til ráðgjafa ef eitthvað er óljóst og endilega fylgist með okkur á Facebook og Instagram.

Við hlökkum til að takast á við spennandi önn með ykkur.

Sjáumst í Hringsjá!

Read more: Upphaf vorannar 2025

Share the Post: