Sérstakur stuðningur

Hentar vel þeim sem þurfa stuðning í námi í framhaldsskóla eða í háskólanámi

  • Þeir sem þurfa aðstoð í námi
  • Þeir sem þurfa aðstoð vegna skipulags í námi 
  • Þeir sem eru með námserfiðleika
  • Þeir sem eru með skerta starfsgetu vegna slysa, veikinda, fötlunar eða af öðrum ástæðum  
  • Þeir sem vilja einstaklingsmiðaða aðstoð við það nám sem þeir stunda  


Lýsing á þjónustu:

Hringsjá býður upp á stuðning við nemendur sem eru í námi í öðrum skólum og um er að ræða einstaklingsmiðaða námsleið sem er aðlöguð að þörfum hvers og eins. 

Stuðningurinn getur verið margskonar t.d. aðstoð við að leysa heimaverkefni, yfirlestur á ritgerðum, umræður um námsefni, ráðleggingar og upplýsingar. Einnig hafa nemendur fengið stuðning við að æfa sig á munnlegum verkefnum s.s. þegar flytja á fyrirlestur eða halda glærusýningu. Einnig hefur náms- og starfsráðgjafi eða kennari aðstoðað við skipulag og forgangsröðun verkefna. Skipulag þjónustunnar er aðlagað að þörfum hvers og eins, getur verið í staðnámi og/eða fjarnámi.

Kostnaður:
34.000 kr.

Sækja um

Hér er hægt að sækja um sérstakan stuðning í Hringsjá.