Markmið:
Að efla færni þátttakenda í undirstöðuatriðum tölvunotkunar til undirbúnings í námi í skóla eða til eigin nota.
Markhópur:
Gert er ráð fyrir að nemendur séu byrjendur eða hafi takmarkaða tölvukunnáttu.
Innihald:
- Windows 11 umhverfið: skjáborðið, lyklaborðið, mús, gluggar, leit og ýmsar stillingar
- Ritvinnsla: lyklaborðið, almenn textavinna í Word
- Internetið: fara á netið, leit að efni og myndum, stillingar
- Tölvupóstur: helstu póstaðgerðir
- Teikning: unnið með tilbúin form
Námsefni:
Nemendur fá til eignar vandað hefti með leiðbeiningum og verkefnum og geta sótt verkefnin á netið til að æfa sig heima.
Kennsluaðferð:
Lögð er áhersla á sjálfstæða vinnu þátttakenda. Atriði eru kynnt og síðan vinna nemendur fjölmargar verklegar æfingar á eigin hraða með aðstoð kennara
Ávinningur:
Þeir nemendur sem stunda námið vel og leggja sig fram munu fá góða innsýn í hvað hægt er að gera á tölvu og æfingu í að nota það.
Tímasetining: Sjá námskeiðs yfirlit
Kennari: Sigurrós Ragnarsdóttir, upplýsingatækni kennari við Hringsjá.