Markmið:
Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að:
- Öðlast sjálfstraust og öryggi í stærðfræðinni sem nýtist vel í frekara námi.
- Þekkja grunnaðgerðir stærðfræðinnar og unnið með þær.
- Geta unnið með almenn brot og grunnþætti algebrunnar.
- Vera færir um að vinna sjálfstætt með tölur og úrlausn dæma.
Markhópur:
Fyrir þá sem vantar grunn í stærðfræði eða vilja rifja hann upp og hyggja á frekara nám.
Innihald:
Á þessu námskeiði er farið yfir grunnatriði stærðfræðinnar; þ.e. grunnaðgerðir, talnareikning, almenn brot og algebru. Námsefni sambærilegt við það sem gerist í fornámsáfanga framhaldsskóla.
Námsefni:
Fornámskennslubók.
Kennsluaðferð:
Lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám þar sem nemendur geta unnið verkefni á þeim hraða sem hentar hverjum og einum. Kennari hjálpar nemendum á einstaklingsbundinn hátt.
Ávinningur:
Undirbúningur fyrir frekara nám á framhaldsskólastigi og meira sjálfstraust með grunnaðferðir stærðfræðinnar.
Tímasetning: Sjá námskeiðsyfirlit.
Kennari: Gunnar Möller, tölvukennari í Hringsjá og með BSc í tölvunarstærðfræði og stundar kennslufræði í HÍ.