Markmið:
Markmiðið með námskeiðinu er að kynna jákvæða sálfræði og aðferðir hennar til þess að efla andlega vellíðan og heilsu og auka færni námskeiðisgesta í að nota þessar aðferðir í daglegu lífi.
Innihald:
- Jákvæð sálfræði og andleg heilsa – Almenn umfjöllun um jákvæða sálfræði og hvernig hún tengist andlegri heilsu og vellíðan.
- Núvitund: Kynning á grunnatriðum núvitundar. Nokkrar stuttar núvitundaræfingar prófaðar í tíma.
- Núvitund: Kafað dýpra í núvitund. Umræður um upplifun af núvitundaræfingunum sem gerðar voru heima og í tíma.
- Styrkleikar? Fjallað um styrkleika, hvað þeir eru og hvernig við getum áttað okkur á hverjir okkar helstu styrkleikar eru.
- Þínir styrkleikar: Tölum um hvernig við höfum öll einhverja styrkleika sem einkenna okkur og hvernig við getum unnið með styrkleikana okkar í eigin lífi.
- Góðvild: Fjallað um hvernig góðverk og umhyggja gagnvart öðrum hjálpar okkur að líða vel.
- Velvild í eigin garð: Fjallað um hvernig við getum sýnt okkur sjálfum meiri góðvild og hvernig það hefur jákvæð áhrif á líðan okkar.
- Tilfinningar: Fjallað um hvernig við köllum fram jákvæðar tilfinningar og hvað getur hjálpað okkur að bregðast við erfiðum tilfinningum af meiri yfirvegun og ró.
- Þakklæti: Fjallað um hvernig við getum ræktað með okkur aukið þakklæti og hvernig það hefur jákvæð áhrif á líðan okkar og heilsu.
- Hreyfing: Fjallað um hvernig hreyfing hefur jákvæð áhrif á andlega heilsu og vellíðan og farið í gegnum leiðir til að styðja við okkur, þannig að við hreyfum okkur áfram á eigin forsendum
Námsefni:
- Innifalið í námskeiðinu er útprentað vinnuhefti
- Happ App – Ókeypis app sem inniheldur æfingar sem þátttakendur geta gert heima.
- VIA – styrkleikapróf á netinu (ókeypis).
Kennsluaðferð:
Fyrirlestrar, umræður og æfingar sem bæði eru gerðar á staðnum og heima.
Stutt núvitundaræfing í hverjum tíma.
Ávinningur:
Á námskeiðinu verður farið í gegnum leiðir til aukinnar vellíðunar sem byggja á rannsóknum á hamingju og vellíðan mannsins. Milli tíma gera þátttakendur æfingar sem miða að því að auka vellíðan og efla andlega heilsu. Ávinningurinn af námskeiðinu er því aukin þekking á leiðum til þess að hlúa að andlegri heilsu og vellíðan og aukin færni í að beita þessum aðferðum í daglegu lífi.
Tímasetning: Sjá námskeiðsyfirlit
Kennari: Helga Arnardóttir, MSc í félags- og heilsusálfræði, diplomagráða í jákvæðri sálfræði.