Hringsja Logo

Daglegt líf með ADHD – námskeið

Markmið:

Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist dýpri skilning á ADHD og læri aðferðir til að takast á við helstu einkenni.

Markhópur:

Fullorðnir einstaklingar sem telja sig vera með ADHD eða eru með staðfesta ADHD greiningu.

Innihald:

Fræðsla um ADHD.
Fræðsla um áhrif ADHD á daglegt líf.
Fræðsla um helstu fylgikvilla ADHD.
Kenndar aðferðir til að takast á við truflandi einkenni ADHD.

Námsefni:

Útprentað hefti með fræðslu og verkefnum.

Kennsluaðferð:

Stuttir fyrirlestrar, umræður og verkefni.

Ávinningur:

Aukin þekking og skilningur á ADHD og helstu fylgikvillum þess. Betri leiðir til að takast á við algenga erfiðleika sem oft fylgja ADHD eins og til dæmis skipulagsvanda, frestun, tímablindu, hvatvísi og gleymsku.

Tímasetning: 13.-17.mars 2023 og 24.-28. apríl 2023

Kennari: Alida Ósk Smáradóttir, sálfræðingur (Mín Líðan)