Námskeið fyrir ÖBÍ
Næstu námskeið fyrir starfsfólk/félagsmenn aðildarfélaga ÖBÍ
ÖBÍ réttindasamtök standa fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk/félagsmenn aðildarfélaganna. Upplýsingar um námskeiðin og tímasetningu þeirra er hægt að finna hér að neðan. Námskeiðin eru haldin hjá ÖBÍ í Mannréttindahúsinu að Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Smelltu á námskeiðs titlana hér að neðan til þess að skrá þig.
Miðvikudaginn 19. mars 2025 – kl. 13-16.00
Námskeið fyrir sjálfstætt starfandi öryrkja um eigin rekstur, skil á gjöldum og framtalsgerð.
Leiðbeinandi: aðjunkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi.
Hvar: Mannréttindahúsið, Sigtúni 42, 2. hæð.
- Rekstur á eigin kennitölu, fyrir smáfyrirtæki (velta allt að 10-15 milllj.).
- Veltulágmarkið í virðisaukaskatti.
- Frádráttarbæran rekstrarkostnað. Hvað má ekki draga frá tekjum.
- Einka- og eignakostnað.
- Gerð rekstrarreiknings.
- Framtal til skatts (Eyðublöð 4.10 og 4.11). Einnig verður farið yfir önnur eyðublöð sem tilheyra einstaklingsrekstri (Eyðublöð 4.01, 4.03 og 4.05)
ÖBÍ ber allan kostnað af námskeiðshaldinu utan skráningargjaldsins, kr. 2500.-, sem greiðist af þátttakanda eða því aðildarfélagi sem hann starfar fyrir eða er félagi í. Skráningargjaldið á ekki við um námskeiðið fyrir sjálfstætt starfandi öryrkja um eigin rekstur haldið 19. mars 2025.
Krafa mun birtast á heimabanka þátttakanda. Ef óskað er eftir að greiðslu sé háttað á annan hátt vinsamlegast takið það fram í skilaboðum við skráningu.
Haft verður samband við alla skráða þátttakendur þegar nær dregur námskeiði.
Ef eitthvað er óljóst hafið endilega samband við skrifstofu Hringsjár, netfang hringsja@hringsja.is eða í síma 510-9380.