Hringsja Logo

Kenningar og samfélag – FÉLA2BB05

Kenningar og samfélag

Fjallað er um frumkvöðla félagsfræði og kynntar helstu kenningar. Samfélagið er skoðað í ljósi mismunandi kenninga og nokkrar þekktar rannsóknir innan félagsvísinda skoðaðar. Farið er yfir vítt svið félagsfræði og nemendur þjálfaðir í að beita félagsfræðilegu innsæi við túlkun á samfélagslegum málefnum.

Markmið er að nemandi:

  • öðlist dýpri skilning á félagsfræðilegum hugtökum og kenningum og geti beitt þeim við túlkun og greiningu á samfélaginu
  • beiti félagsfræðikenningum til að skoða samfélagsleg málefni
  • geti fært rök fyrir máli sínu og svarað gagnrökum
  • geti tjáð sig um siðferðisleg álitamál
  • geti tekið þátt í umræðum um samfélagsleg málefni og myndað sér skoðanir sem byggjast á gagnrýnni hugsun