Fjármálalæsi
Markmið áfangans er að nemendur öðlist skilning og öryggi til að takast á við algeng viðfangsefni tengd fjármálum einstaklinga, læri að halda einfalt heimilisbókhald og kunni skil á helstu atriðum á almennum fjármála- og vinnumarkaði.
Nemandi hafi almenna þekkingu og skilning til að:
- finna leiðir til að öðlast yfirsýn á útgjöldum og tekjum
- aðgreina útgjöld sín til að átta sig á daglegri neyslu
- átta sig á mikilvægi sparnaðar
- átta sig á gildum sínum og mikilvægi markmiðasetningar í fjármálum
- skilgreina og skilja lán, sparnað, greiðslukort, vexti, gengi, verðbætur, ábyrgð o.fl.
- skilgreina laun og launaútreikning og þar af leiðandi átta sig á launaseðlum
- átta sig á hugtökum eins og vextir, verðbólga, verðtrygging, vextir, gengi, lán, debet og kredit
Nemandi skal hafa öðlast leikni til að:
- Útbúa einfalt heimilisbókhald til að hafa yfirsýn á útgjöld og tekjur
- Setja sér markmið tengd fjármálum
- Gera einfalda fjárhagsáætlun
- Byggja upp sparnað á hagkvæman hátt
- Reikna vexti
Nemandi skal vera fær um að nýta þekkingu sína og leikni til að
- Tileinka sér ráðdeild og sparsemi
- Skipuleggja fjármál sín á hagkvæman hátt
- Ákvarða hvaða útgjöld eru nauðsynleg og hvar má draga saman til að eiga fyrir nauðþurftum
Námsmat
Einstaklingsverkefni, mætingar, lokapróf.
Kennslugögn
Ferð til fjár. Höfundur: Breki Karlsson.