Hringsja Logo

Enska, þrep (3ENSK3AM05)

Áhersla er lögð á að nemendur verði vel læsir á fjölbreyttari og þyngri texta en áður og gerð er aukin krafa um sjálfstæði í verkefnavinnu og vinnuskilum. Lesin eru óstytt bókmenntaverk og þau túlkuð út frá víðara samhengi en áður með tilliti til sögu og bókmenntalegra skírskotana. Lögð er áhersla á að nemendur verði færir um að tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti og geti rökstutt skoðanir sínar. Meginmarkmið áfangans er að nemendur kynnist sögu og menningu Bandaríkjanna með margvíslegum hætti þar sem alhliða færni í málinu er æfð. Nemendur rýna í ólíkan texta, bókmenntaverk, smásögur og greinar og fá tækifæri til að tjá sig á gagnrýninn hátt um viðfangsefnið