Hringsja Logo

Enska, þrep 2, málfar (ENSK2AE055)

Áhersla er lögð á að nemendur verði vel læsir á fjölbreyttari og þyngri texta en áður og gerð er aukin krafa um sjálfstæði í verkefnavinnu og vinnuskilum. Lesin eru óstytt bókmenntaverk og þau túlkuð út frá víðara samhengi en áður með tilliti til sögu og bókmenntalegra skírskotana. Lögð er áhersla á að nemendur verði færir um að tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti og geti rökstutt skoðanir sínar. Meginmarkmið áfangans er að nemendur kynnist sögu og menningu Bandaríkjanna með margvíslegum hætti þar sem alhliða færni í málinu er æfð. Nemendur rýna í ólíkan texta, bókmenntaverk, smásögur og greinar og fá tækifæri til að tjá sig á gagnrýninn hátt um viðfangsefnið.

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • orðaforða, hugtökum og hugmyndafræði sem einkenna Bandaríkin í nútíð og fortíð
  • áhrifum sögu og menningar á fjölmenningarlegt samfélag Bandaríkjanna og áhrifum í
  • alþjóðasamfélaginu
  • þverfaglegum orðaforða til markvissrar notkunar í námi
  • mismunandi afstöðu og túlkun bókmenntahöfunda

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • lesa margs konar gerðir texta, bæði fræðilega og bókmenntalega
  • beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð texta og viðfangsefnis
  • tjá sig skýrt, munnlega og skriflega um málefni sem hann hefur kynnt sér
  • tjá tilfinningar, nota hugarflug og beita stílbrögðum í túlkun sinni á viðfangsefninu
  • kafa dýpra ofan í viðkomandi viðfangsefni og leita fanga víðar en áður
  • nýta sjálfstæði í vinnubrögðum og vera fær um að draga ályktanir

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • öðlast heildarsýn yfir sögu og menningu Bandaríkjanna í nútíð og fortíð
  • skilja daglegt mál, fjölmiðlaefni, inntak erinda, fræðigreinar og annað flóknara efni
  • taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara mótbárum og gagnrökum á viðeigandi hátt
  • eiga frumkvæði í samræðum og bregðast við óvæntum spurningum og athugasemdum
  • tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt fyrir áheyrendum