Hringsja Logo

Enska fornám (ENSK1FN000)

Áfanginn er upprifjunaráfangi fyrir nemendur sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi í ensku á fullnægjandi hátt. Grunnatriði enskrar málfræði eru rifjuð upp. Áhersla er lögð á vandlegan lestur fjölbreyttra texta til að byggja upp orðaforða. Skriflegar æfingar er gerðar til að þjálfa orðaforða. Talmál er æft í tengslum við lesefni og hlustunarefni. Hraðlesið efni við hæfi nemenda.

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

 • helstu menningarsvæðum þar sem enska er notuð sem móðurmál eða fyrsta mál
 • stöðu enskrar tungu á Íslandi og erlendis
 • þverfaglegum orðaforða til markvissrar notkunar í námi
 • mismunandi afstöðu og túlkun bókmenntahöfunda
 • dýpri merkingu texta

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • greina og skilja málfarsmun á mismunandi málsvæðum og við mismunandi aðstæður
 • lesa margs konar gerðir texta, bæði fræðilega og bókmenntalega
 • beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð texta eða viðfangsefnis
 • tjá sig skýrt, munnlega og skriflega um málefni sem hann hefur kynnt sér

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • skilja daglegt mál, fjölmiðlaefni, inntak erinda, fræðigreinar og annað flóknara efni
 • taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara mótbárum og gagnrökum á viðeigandi hátt
 • eiga frumkvæði í samræðum og bregðast við óvæntum spurningum og athugasemdum
 • tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt fyrir áheyrendum
 • skrifa margs konar texta og fylgja þeim ritunaraðferðum sem við eiga