Hvað er EKKO?

EKKO er skammstöfun fyrir einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni og ofbeldi.

Síðustu vikur hefur EKKO teymi Hringsjár verið að útbúa viðbragðsáætlun við EKKO málum. Viðbragðsáætlunin á við nemendur og starfsmenn. Í áætluninni er farið yfir skilgreiningar og þá verkferla sem fara af stað í Hringsjá ef tilkynning berst um EKKO mál.

Einnig unnu nemendur og starfsmenn Hringsjár samskiptasáttmála þar sem komist var að sameiginlegri niðurstöðu um þau einkunnarorð sem við ætlum að hafa að leiðarljósi í öllum samskiptum. Orðin voru virðing, skilningur, traust, tillitssemi, að virða mörk, hlustun, umhyggja og jafnræði.

Næst á dagskrá er að gera þessi einkunnarorð sýnileg í Hringsjá svo allir nemendur, starfsmenn og gestir sjái þau.

Hérna er hægt að finna viðbragðsáætlun Hringsjár við EKKO málum.

Share the Post: