BÓKF2TB05 (BÓK213)
Tölvubókhald
Nemendur eiga að hafa vald á bókhaldshringrásinni við upphaf áfangans. Þessi þekking er dýpkuð og tölvutæknin notuð til þess að færa bókhald eftir fylgiskjölum. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning á því að hvernig fjárhagsbókhald sækir upplýsingar í birgðabókhald, viðskiptamannabókhald og sölubókhald.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilnings á:
- einfaldri skipulagningu bókhaldslykla
- merkingu, röðun og varðveislu fylgiskjala
- tengslum fjárhagsbókhalds við önnur kerfi svo sem birgðabókhald, viðskiptamannabókhald, sölubókhald og launabókhald
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- búa til nýja bókhaldslykla
- skrá, bóka og bakfæra fylgiskjöl í mismunandi kerfum
- stofna vörunúmer, birgja og viðskiptamenn
- útbúa launaseðla og skilaskýrslur, bæði vegna launa og virðisaukaskatts
- stemma af bankareikninga og viðskiptamenn
- taka skýrslur út úr kerfinu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
færa einfalt bókhald í tölvukerfi aflað sér upplýsinga úr bókhaldskerfinu og vinna með þær túlka og greina upplýsingar úr kerfinu
Námsmat
Símat. Nemendur vinna raunhæf verkefni þar sem helstu hugtök og aðferðir eru notaðar.