Byrjunaráfangi í bókfærslu

Fjallað er um bókhaldshringrásina og helstu reglur tvíhliða bókhalds. Fjallað er um grundvallarhugtökin, eignir, skuldir, gjöld og tekjur. Lögð er áhersla á að nemendur verði færir um að annast almennar færslur í dagbók, hafi skilning á uppgjöri og geti sett fram efnahagsog rekstrarreikning. Veitt er innsýn í notkun flestra reikninga sem telja má til grunnreikninga í fjárhagsbókhaldi. Gerð er grein fyrir tilgangi bókhalds og helstu lög um bókhald og virðisaukaskatt eru kynnt.

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • grundvallarhugtökum tvíhliða bókhalds
  • uppsetningu bókhalds með hliðsjón af fyrirliggjandi efnahagsreikningi

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • gera almennar dagbókarfærslur
  • stilla upp prófjöfnuði
  • að stilla upp reikningsjöfnuði
  • gera upp viðskipti fyrir ákveðið tímabil

 

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skrá lagfæringar á bókhaldinu með hliðsjón af einföldum athugasemdum
  • lagfæra bókhald að teknu tilliti til athugasemda
  • gera upp virðisaukaskatt
  • greina uppgjörsgögn
  • setja upp rekstrar- og efnahagsreikning í lok reikningstímabils
  • skilja bókhaldshringrásina og tengsl ýmissa reikninga

 

Námsmat
Mæting, vinna í tímum, skrifleg próf með reglulegu millibili yfir önnina, sjálfsmat. Áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð nemenda.

Kennslugögn
Kennslubók og annað ítarefni frá kennara.