Námskeið fyrir ÖBÍ
Næstu námskeið fyrir starfsfólk/félagsmenn aðildarfélaga ÖBÍ
ÖBÍ réttindasamtök standa fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk/félagsmenn aðildarfélaganna. Upplýsingar um námskeiðin og tímasetningu þeirra er hægt að finna hér að neðan. Námskeiðin eru haldin hjá ÖBÍ í Mannréttindahúsinu að Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Smelltu á námskeiðs titlana hér að neðan til þess að skrá þig.
Þriðjudaginn 24. september 2024 – kl. 13-16.00
Rýnt í fjárlagafrumvarpið, leiðbeint um umsagnagerð og hagsmunagæslu.
Leiðbeinandi: Ágúst Ólafur Ágústsson er hagfræðingur, lögfræðingur og með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu (MPA). Ágúst Ólafur hefur gegnt fjölmörgum ábyrgðarstörfum í gegnum tíðina m.a. var hann varaformaður fjárlaganefndar 2017-2019, fjármála-og hagfræðiráðgjafi hjá Capacent ehf. 2014-2016 og efnahags-og atvinnuráðgjafi forsætisráðherra 2012-2013, formaður viðskiptanefndar 2007-2009, varaformaður allsherjarnefndar, varaformaður heilbrigðis-og tryggingarnefndar 2007-2009. Ágúst er stundakennari við stjórnmálafræðideild HÍ og fyrrum alþingismaður.
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 – kl. 13-16.00
Hvernig leysum við deilur á árangursríkan og uppbyggilegan hátt – og hvernig hefur það áhrif á dagleg störf og líðan.
Leiðbeinandi: Lilja Bjarnadóttir er lögfræðingur og sáttamiðlari með LL.M. in Dispute Resolution frá University of Missouri í Bandaríkjunum. Lilja er stofnandi og eigandi Sáttaleiðarinnar, jafnframt hefur hún verið formaður Sáttar frá árinu 2016
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 – kl. 13-16.00
Fjallað verður um skil milli ríkis og sveitarfélaga hvað varðar málaflokka og þjónustu, helstu verkefni (lögmælt og önnur), fyrirkomulag þjónustu, kæruleiðir, notendasjónarmið og samspil við hagsmunagæslu. Einnig verður Sveitastjórnarskólinn kynntur.
Miðvikudaginn 12. mars 2025 – kl. 13-16.00
Fjallað verður um verkefnastjórnun út frá mismunandi sjónarhornum.
Leiðbeinandi: Haukur Ingi Jónasson er ásamt Helga Þór Ingasyni höfundur að bókunum Leiðtogafærni, Samskiptafærni, Stefnumótunarfærni og Skipulagsfærni. Haukur starfaði sem lektor við verkfræði- og náttúruvísindavið Háskóla Íslands um árabil en er nú lektor við Háskólann í Reykjavík og er ásamt Helga forstöðumaður meistaranáms í verkefnastjórnun (MPM). Haukur lauk cand. theol.-prófi frá guðfræðideild HÍ og doktorsgráðu í geðsjúkdómafræðum og trúarbrögðum (Psychiatry and Religion) frá Union Theological Seminary í New York, auk þess hefur hann lokið klínískri þjálfun sem sjúkrahúsprestur og klínísku námi í sálgreiningu.
ÖBÍ ber allan kostnað af námskeiðshaldinu utan skráningargjaldsins, kr. 2500.-, sem greiðist af þátttakanda eða því aðildarfélagi sem hann starfar fyrir eða er félagi í.
Krafa mun birtast á heimabanka þátttakanda. Ef óskað er eftir að greiðslu sé háttað á annan hátt vinsamlegast takið það fram í skilaboðum við skráningu.
Haft verður samband við alla skráða þátttakendur þegar nær dregur námskeiði.
Ef eitthvað er óljóst hafið endilega samband við skrifstofu Hringsjár, netfang hringsja@hringsja.is eða í síma 510-9380.