Víðsjá
Þverfagleg endurhæfingarþjónusta fyrir ungt fólk
Víðsjá er þverfagleg endurhæfingarþjónusta fyrir ungt fólk á aldrinum 16–30 ára sem hefur átt undir högg að sækja vegna andlegra, félagslegra eða líkamlegra áskorana.
Viðmið og skilyrði fyrir þátttöku:
- Aldur 16–30 ára
- Vanvirkni síðustu 6 mánuði
- Skerðing á samfélagsþátttöku
- Andlegar hindranir eða geðraskanir sem takmarka þátttöku í námi eða starfi
Innihald þjónustu (helstu meðferðarúrræði):
- IPS-atvinnumiðlun
- Sálfræðiþjónusta
- Þjálfun í félagsfærni/bjargráðum
- Þátttaka í daglegum viðburðum, hópþjálfun og virkni
- Heilbrigðis- og lífsstílsfræðsla
- Uppbygging stuðningsnets og félagslegra tengsla
- Jafningjastuðningur
Markmiðið með Víðsjá er að styðja einstaklinga til sjálfstæðrar virkni, aukinnar þátttöku í samfélaginu og betri lífsgæða.