Geðheilsa og lífsgæði – námskeið

Hvað eykur lífsgæði?

Markmið:

Að efla vitund um þætti sem auka lífsgæði og bæta geðheilsu.

Innihald:

Kenndar verða leiðir til að takast á við daglegt líf með árangsríkum hætti. Þátttakendurr fá fræðslu og heimaverkefni til að spreyta sig á. Gerðar eru æfingar í efninu í tímunum og boðið upp á umræður og spurningar til að hver og einn geti tileinkað sér efnið eftir þörfum. Námskeiðið er meðal annars byggt á atriðum sem eru mælikvarðar á lífsgæði, Geðorðunum tíu og grunnatriðum í hugrænni atferlismeðferð.

  • Farið í gegnum grunnþætti hugrænnar atferlismeðferðar og hvað hefur áhrif á viðhorf okkar til lífsins.
  • Persónuleg mæling á lífsgæðum og skoðuð tækifæri til að auka eigin lífsgæði.
  • Leiðir til að leysa vandamál.
  • Að takast á við erfiða líðan s.s. depurð og kvíða.
  • Virkni og tengsl við aðra.
  • Áhugamál og sköpunargleði.

Ávinningur:

Nemendur læri fjölbreyttar leiðir til að bæta líðan og lífsgæði og auki færni sína í að takast á við daglegt líf.

Lengd: 15 kennslustundir, 5 skipti.

Kennari: Elsa Bára Traustadóttir, sálfræðingur