Skólareglur

Hér má finna almennar skólareglur hjá Hringsjá. Kynnið ykkur reglurnar vel og fylgið þeim.

 1. Mæta skal stundvíslega. Kennsla er frá kl. 8:50-14:00 alla virka daga nema frá kl 8:50–12:10 á föstudögum. Ef um forföll er að ræða skal tilkynna þær í INNU.
 2. Mætingar þurfa að vera lágmark 80% til að eiga rétt á að taka lokapróf og færast á milli anna.  Til frádráttar kemur staðfest endurhæfing eða veikindi.
 3. Fari mætingar niður fyrir lágmark ber forstöðumanni að tilkynna það til Tryggingastofnunar ríkisins. Það getur haft þau áhrif að greiðslur þaðan falli niður. 
 4. Mælt er gegn því að nemendur Hringsjár stundi vinnu samhliða náminu. Ef nemandi stundar svarta vinnu ber forstöðumanni að tilkynna það yfirvöldum.
 5. Fjarvistir eru skráðar (F) einnig ef komið er of seint (S), þ.e.a.s. eftir nafnakall. Ef nemandi mætir 4 sinnum of seint telst það sem ein fjarvist.
 6. Efnisgjöld skulu greidd í upphafi annar, nema um annað sé samið strax. Innifalið eru öll námsgögn nema skriffæri, sumt til útláns annað til eignar. 
  Efnisgjald er kr. 27.000 á 1. önn, en kr. 20.000 á 2. og 3. önn. Nemandi þarf að greiða kr. 3.000 ef bók skemmist í hans vörslu.
 7. Inniskór skulu notaðir innandyra, útiskór geymdir í fatahengi.
 8. Nemandi fær skáp til umráða og getur valið um ólæstan skáp, eða læstan skáp, þar sem greitt er 1000 kr. skilagjald fyrir lykilinn.
 9. Hringsjá er reyklaust og vímuefnalaust hús. Ekki er leyfilegt að vefja sígarettur, hafa veiptæki eða annað sem tengist tóbaksnotkun uppi við innanhúss. Nemandi heimilar vímuefnaskimun ef forstöðumaður fer fram á það.
 10. Óskað er eftir því að notkun ilmefna, s.s. rakspíra, ilmvatna og annarra rokefna sé haldið í lágmarki eða þau ekki notuð vegna þess að margir hafa ofnæmi, astma eða mígreni.
 11. Ekki er leyfilegt að neyta drykkja eða matar ef verið er að vinna við tölvur. Tölvukerfi skólans skal eingöngu notað í tengslum við skólastarfið.
 12. Notkun gsm síma er EKKI leyfð í kennslustofum og hvergi þar sem truflun hlýst af. Farsímar skulu vera stilltir á hljóðlaust innan skólans. Kennari hefur heimild til að vísa nemanda úr tíma vegna símanotkunar. Ekki er heimilt að taka myndir af starfsfólki eða nemendum og deila þeim á samfélagsmiðla án þeirra leyfis.
 13. Vanda skal alla umgengni; um lóð, húsnæði, bækur og muni. Góð umgengni er allra hagur. Vanda skal samskipti, áhersla er á að í Hringsjá ríki þægilegt andrúmsloft þar sem fólk sýni hvort öðru tillitsemi, kurteisi og virðingu.
 14. Óheimilt er að mæta með barn/börn með sér.