Sálfræðiþjónusta

Einstaklingsmeðferð, hópmeðferð og kennsla

Sálfræðingur sér um hóptíma í Hugrænni atferlismeðferð (HAM) og kennslu í sálfræðiáfanga.

Einstaklingar í náms- og starfsendurhæfingu hjá Hringsjá eru í viðtalsmeðferð hjá sálfræðingi í samræmi við beiðni VIRK eða annarra tilvísenda. Hringsjá leitar til sjálfstætt starfandi sálfræðinga til að sinna sálfræðimeðferð og er með samning við þrjár sálfræðistofur á höfuðborgarsvæðinu en þær eru; EMDR- stofan, Sálfræðistofa Reykjavíkur og Domus Mentis.