Hagnýtt námskeið fyrir þá sem stefna á frekara nám eða skrifstofustörf
Bókfærsla, Excel og tölvubókhald
Markmið:
Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að:
- Þekkja tilgang og helstu grunnatriði bókhalds
- Þekkja grunnatriði í fjárhags-, viðskiptamanna- og launabókhaldi
- Kunna grunnatriði í Excel forritinu og geta unnið með bókhald í Excel
- Geta stofnað fyrirtæki og fært dagbækur í DK tölvubókhaldskerfinu.
- Kunna að búa til nýja bókhaldslykla
- Vera fær um að stemma af reikninga og gert upp fyrirtæki í árslok í formi ársreiknings.
Markhópur:
Þátttakendur læra færslu bókhalds frá grunni og því
ekki gert ráð fyrir forþekkingu. Námskeiðið nýtist
einnig þeim sem hafa ákveðinn grunn fyrir.
Innihald:
Á þessu námskeiði er farið yfir grundvallaratriði og
hugtök í bókhaldi fyrirtækja. Virðisaukaskattur,
launabókhald, afstemmingar og uppgjör. Unnið með
Excel forritið og lögð áhersla á hagnýtingu forritsins
við vinnslu bókhalds.
Námsefni:
Vinnumappa sem nemendur fá til eignar.
Kennsluaðferð:
Innlagnir frá kennara er ný kennsluatriði er kynnt til
sögunnar. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám
þar sem nemendur geta unnið verkefni á þeim
hraða sem hentar hverjum og einum.
Ávinningur:
Undirbúningur fyrir frekara bókhaldsnám, vinnu við
bókhald eða almenn skrifstofustörf
Lengd:
30 kennslustundir
Tímasetning:
Sjá nánar í yfirliti námskeiða
Kennari:
Halldór Örn Þorsteinsson, bókfærslu- og
stærðfræðikennari í Hringsjá og viðskiptafræðingur
MSc.