Öll námskeið

Upplýsingar um námskeiðin hjá Hringsjá. Námskeiðsgjald er kr. 20.000.

Bókhald, Excel og tölvubókhald

Halldór Örn Þorsteinsson

Mán - fös frá kl 10 - 12
Í alls 5 skipti

Einkenni og afleiðingar meðvirkni

Sigríður Jónsdóttir

Tilgangur námskeiðsins er að fræðast um einkenni meðvirkni og afleiðingar.

Fjármál á mannamáli

Halldór Örn Þorsteinsson

Að þáttakendur fái yfirsýn yfir eigin fjármál og aukið fjármálalæsi.

Heilsumarkþjálfun

Sigríður Jónsdóttir

Þátttakendur fá betri heildræna sýn á eigin heilsu og verða í lok námskeiðs komnir með áætlun til að bæta hana.

Í Fókus

Sigríður Jónsdóttir

Að fræðast um hvernig ADHD hefur áhrif á líf okkar, lærum hvernig við getum náð stjórn á lífi okkar og hvernig við getum byggt upp sjálfsmyndina. Við tökum skref í þessa átt á námskeiðinu.

Jákvæð sálfræði

Helga Arnardóttir

Markmiðið með námskeiðinu er að kynna jákvæða sálfræði og aðferðir hennar til þess að efla andlega vellíðan og heilsu og auka færni námskeiðisgesta í að nota þessar aðferðir í daglegu lífi.

Lesblindunámskeið

Gígja Baldursdóttir

Á námskeiðinu fá nemendur fræðslu um einkenni námserfiðleika/dyslexiu/
dysgraphiu/dyscalculiu og þær afleiðingar sem þessar raskanir geta haft á daglegt líf.

Núvitund

Helga Arnardóttir

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þjálfi með sér færni í að gera núvitundaræfingar og í að dvelja meira í núinu.

Sjálfsumhyggja

Helga Arnardóttir

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þjálfi með sér færni til að sýna sjálfum sér vinsemd og hlýju (self-compassion), t.d. þegar þeir upplifa mótlæti og erfiðleika.

Styrkleikar

Helga Arnardóttir

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þjálfi með sér færni til að sýna sjálfum sér vinsemd og hlýju (self-compassion), t.d. þegar þeir upplifa mótlæti og erfiðleika.

Styrkleikar og núvitund

Helga Arnardóttir

Að þátttakendur átti sig á helstu styrkleikum sínum og finni leiðir til þess að nýta þá meira í daglegu lífi.

Stærðfræði grunnnámskeið

Halldór Örn Þorsteinsson

Námskeið fyrir þá sem hyggja á nám og vilja styrkja grunn í stærðfræði.

Tölvur

Gunnar Möller

Að efla færni þátttakenda í undirstöðuatriðum tölvunotkunar til undirbúnings fyrir nám í skólanum eða til eigin nota.

Úr frestun í framkvæmd

Sigríður Jónsdóttir

Hlutverk Í Fókus markþjálfun er að fræða, efla, hvetja, styðja og styrkja hvern þann sem glímir við erfiðleika með fókusinn sinn í lífinu hvort sem er í einkalífi eða starfi.

Skrá mig á námskeið