Öll námskeið

Upplýsingar um námskeiðin hjá Hringsjá. Námskeiðsgjald er kr. 20.000.

Bókhald, Excel og tölvubókhald

Halldór Örn Þorsteinsson

Hagnýtt námskeið fyrir þá sem stefna á frekara nám eða skrifstofustörf

Fjármál einstaklinga

Halldór Örn Þorsteinsson

Að þáttakendur fái yfirsýn yfir eigin fjármál og aukið fjármálalæsi.

Íslenska – Lestur og ritun

Guðrún Helga Sigurðardóttir

Íslenskunámskeið fyrir þá sem hyggja á nám á framhaldsskólastigi.

Jákvæð sálfræði

Helga Arnardóttir

Markmiðið með námskeiðinu er að kynna jákvæða sálfræði og aðferðir hennar til þess að efla andlega vellíðan og heilsu og auka færni námskeiðisgesta í að nota þessar aðferðir í daglegu lífi.

Lesblindunámskeið

Gígja Baldursdóttir

Á námskeiðinu fá nemendur fræðslu um einkenni námserfiðleika/dyslexiu/
dysgraphiu/dyscalculiu og þær afleiðingar sem þessar raskanir geta haft á daglegt líf.

Ná tökum á reiði og öðrum tilfinningum

Elsa Bára

Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur læri að ná betri stjórnun á reiði og öðrum tengdum tilfinningum.

Núvitund

Helga Arnardóttir

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þjálfi með sér færni í að gera núvitundaræfingar og í að dvelja meira í núinu.

Sjálfstyrkingarnámskeið

Brynja Valdís Gísladóttir

Markmið námskeiðsins er að virkja jákvæðan og skapandi huga og efla sjálfstraustið sem hvetur þátttakendur til að taka af skarið til að vera færari að standa með sjálfum sér og að tjá sig í ýmsum aðstæðum.

Sjálfsumhyggja

Helga Arnardóttir

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þjálfi með sér færni til að sýna sjálfum sér vinsemd og hlýju (self-compassion), t.d. þegar þeir upplifa mótlæti og erfiðleika.

Styrkleikar

Helga Arnardóttir

Markmið námskeiðsins er að hjálpa þátttakendum að koma auga á styrkleika sína og finna leiðir til þess að nýta styrkleikana meira í daglegu lífi.

Stærðfræði grunnnámskeið

Halldór Örn Þorsteinsson

Námskeið fyrir þá sem hyggja á nám og vilja styrkja grunn í stærðfræði.

Tök á tilverunni

Elsa Bára

Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur læri og tileinki sér bjargráð og færni í að takast betur á við daglegt líf og þær hindranir sem upp koma.

Tölvur

Gunnar Möller

Að efla færni þátttakenda í undirstöðuatriðum tölvunotkunar til undirbúnings fyrir nám í skólanum eða til eigin nota.

Skrá mig á námskeið