Námsleiðir

Námsleiðir í starfsendurhæfingu í Hringsjá

Það eru þrjár heildstæðar leiðir í starfsendurhæfingu í boði hjá Hringsjá.

1. Einstaklingsmiðuð þverfagleg endurhæfing (Nám): Nýir nemendur eru teknir inn tvisvar á ári: á haustin og aftur um áramót. Vetrinum er skipt í tvær annir: haustönn, sem stendur frá ágústlokum til loka desember, og vorönn, sem stendur frá byrjun janúar til loka maí. 15-30 tímar á viku. 1-3 annir.

 

2. Matsbraut: Matsbraut hentar vel þeim sem eru að íhuga að fara í námið hjá Hringsjá og er ætluð til að meta raunhæfi þess að hefja markvissa starfsendurhæfingu. Á matsbraut er boðið upp á einstaklingsbundin úrræði í samræmi við þarfir hvers einstaklings sem sækir brautina. Innifalið eru viðtöl við ráðgjafa, einkakennsla og/eða sérkennsla í ákveðnum námsgreinum, námskeið og regluleg viðtöl hjá ráðgjafa. Brautin er 1-2 mánuðir.

 

3. Sérstakur stuðningur við nám: Hringsjá býður upp á stuðning við einstaklinga með skerta starfsgetu sem eru að undirbúa sig fyrir nám í öðrum skóla en Hringsjá eða þurfa stuðning við nám annarsstaðar. Stuðningur hefur m.a. falist í námsaðstöðu, stuðningi sérkennara, stuðningi myndlistarkennara vegna portfoliovinnu, náms- og starfsráðgjafa varðandi tímaskipulagningu, tölvukennslu og stærðfræði svo nokkur dæmi séu nefnd. Stuðningurinn er aðlagaðar að þörfum hvers einstaklings og er í 1-5 mánuði.

Efnisgjöld á 1. önn eru kr. 27.000, en kr. 20.000 á 2. og 3. önn. Námskeiðsgjald er kr. 20.000.

1. önn

Samtals 26 – 29 kennslustundir

Íslenska 6
Enska 4
Stærðfræði 4
Upplýsingatækni 4
Námstækni 2
Lífsleikni 2
Leiklist 2
HAM 2
Heilsuefling 2

2. önn

Samtals 28-31 kennslustundir

Íslenska 4
Enska 4
Stærðfræði 4
Félagsfræði 2
Upplýsingatækni 4
Náms- og starfsfræðsla 2
Bókhald 4
Leiklist 2
Myndlist 2
Heilsuefling 2

3. önn

Samtals 27-30 kennslustundir

Íslenska 4
Enska 4
Félagsfræði 2
Stærðfræði 4
Upplýsingatækni 4
Bókhald (val) 4
Heilbrigðisfræði (val) 4
Náms- og starfsfræðsla 2*
Tjáning 2*
Sálfræði 2
Heilsuefling 2

Fög  merkt * eru kennd í hálfa önn.