Námsleiðir

Námsleiðir í starfsendurhæfingu í Hringsjá

Það eru þrjár heildstæðar leiðir í starfsendurhæfingu í boði hjá Hringsjá.

1. Einstaklingsmiðuð þverfagleg endurhæfing (Nám): Nýir nemendur eru teknir inn tvisvar á ári: á haustin og aftur um áramót. Vetrinum er skipt í tvær annir: haustönn, sem stendur frá ágústlokum til loka desember, og vorönn, sem stendur frá byrjun janúar til loka maí. 15-30 tímar á viku. 1-3 annir.

 

2. Matsbraut: Matsbraut hentar vel þeim sem eru að íhuga að fara í námið hjá Hringsjá eða í annað nám og vilja meta stöðu sína í grunnfögunum. Matsbraut hentar einnig þeim sem vilja auka daglega virkni.

Dagskráin miðar að því að styrkja sjálfsmynd þátttakenda og stuðla að jákvæðu viðhorfi til náms eða starfs. Nálgun er einstaklingsmiðuð og efnistök fjölbreytt s.s. tölvunotkun, tölunotkun, sjálfsstyrking, jóga og ýmislegt fleira.

Brautin er 1-2 mánuðir og er dagskráin 2 klukkustundir á dag.

 

3. Sérstakur stuðningur við nám: Hringsjá býður upp á stuðning við einstaklinga með skerta starfsgetu sem eru að undirbúa sig fyrir nám í öðrum skóla en Hringsjá eða þurfa stuðning við nám annarsstaðar. Stuðningur hefur m.a. falist í námsaðstöðu, stuðningi sérkennara, stuðningi myndlistarkennara vegna portfoliovinnu, náms- og starfsráðgjafa varðandi tímaskipulagningu, tölvukennslu og stærðfræði svo nokkur dæmi séu nefnd. Stuðningurinn er aðlagaðar að þörfum hvers einstaklings og er í 1-5 mánuði.

Efnisgjöld á 1. önn eru kr. 28.000, en kr. 20.000 á 2. og 3. önn. Námskeiðsgjald er kr. 20.000. Efnisgjöld á matsbraut fyrir 1-2 mánuði er kr. 28.000.

1. önn

Samtals 26 – 29 kennslustundir

Íslenska 6
Enska 4
Stærðfræði 4
Upplýsingatækni 4
Námstækni 2
Lífsleikni 2
Leiklist 2
HAM 2
Heilsuefling 2

2. önn

Samtals 28-31 kennslustundir

Íslenska 4
Enska 4
Stærðfræði 4
Félagsfræði 2
Upplýsingatækni 4
Náms- og starfsfræðsla 2
Bókhald 4
Leiklist 2
Myndlist 2
Heilsuefling 2

3. önn

Samtals 27-30 kennslustundir

Íslenska 4
Enska 4
Félagsfræði 2
Stærðfræði 4
Upplýsingatækni 4
Bókhald (val) 4
Heilbrigðisfræði (val) 4
Náms- og starfsfræðsla 2*
Tjáning 2*
Sálfræði 2
Heilsuefling 2

Fög  merkt * eru kennd í hálfa önn.