TÁT - tök á tilverunni

Námskeið í hugrænni atferlismeðferð í Hringsjá

Mynd
Markmið Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur læri og tileinki sér bjargráð og færni í að takast betur á við daglegt líf og þær hindranir sem upp koma.
Markhópur Fólk sem er vanvirkt eða óvinnufært vegna veikinda eða slysa og vill byggja sig upp til að takasta betur á við daglegt líf. Námskeiðið er einnig hugsað sem undanfari fyrir þá sem hafa hug á að komast í frekari endurhæfingu eða sem viðbót fyrir fólk sem hefur nýlokið meðferð á stofnun og er að feta sig aftur út í lífið.
Innihald Kenndar verða leiðir til að takast á við daglegt líf með árangursríkum hætti samkvæmt hugrænni atferlismeðferð.
  • Heilbrigðar svefnvenjur.
  • Mataræði, hreyfing og geðheilsa.
  • Fjölskyldan og stuðningsnet.
  • Leiðir til að leysa vandamál.
  • Að takast á við erfiða líðan s.s. depurð og kvíða.
  • Tekist á við hugsanaskekkjur.
  • Virkni og vítahringur vanvirkni.
  • Slökun og árvekni í daglegu lífi.

Nemendur fá fræðslu og heimaverkefni til að spreyta sig á. Gerðar eru æfingar í efninu í tímunum (t.d. slökun og að leysa þrautir) og boðið upp á umræður og spurningar til að hver og einn geti tileinkað sér efnið eftir þörfum.

Ávinningur Þátttakendur munu í lok námskeiðs hafa lært fjölbreyttar leiðir til að bæta líðan sína og færni í að takast á við daglegt líf.
Tímasetning

Sjá nánar í yfirliti námskeiða.

Kennari Elsa Bára Traustadóttir, sálfræðingur