Bókfærsla og tölvubókhald

Hagnýtt námskeið fyrir þá sem stefna á frekara nám eða skrifstofustörf

Mynd
Markmið Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að:
  • Þekkja tilgang og helstu grunnatriði bókhalds.
  • Þekkja grunnatriði í fjárhags- og viðskiptiamannabókhaldi.
  • Kunna meðferð og frágang fylgiskjala í bókhaldi.
  • Kannast við grunnatriði varðandi virðisaukaskatt og laun.
  • Geta stofnað fyrirtæki og fært dagbækur í DK tölvubókhaldskerfinu.
Markhópur Þátttakendur læra færslu bókhalds frá grunni og því ekki gert ráð fyrir forþekkingu og námskeiðið nýtist einnig þeim sem hafa ákveðinn grunn fyrir.
Innihald Á þessu námskeiði er farið yfir grundvallaratriði og hugtök í bókfærslu og bókhaldi fyrirtækja og einstaklinga. Lögð er áhersla á að nemendur geri sér grein fyrir mikilvægi þess fyrir rekstraraðila að halda gott bókhald og temja sér skipulagningu við vinnslu þess. Hagnýtar æfingar við dagbókarfærslur, viðskiptamannabókhald, virðisaukaskatt, laun og uppgjör eru fyrirferðamiklar. Þátttakendur læra einnig fyrstu skrefin í að færa bókhaldið í tölvu.
Námsefni Vinnumappa sem nemendur fá til eignar.
Kennsluaðferð Innlagnir frá kennara þar sem farið er saman yfir ný kennsluatriði. Einnig er lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám þar sem nemendur geta unnið verkefni á þeim hraða sem hentar hverjum og einum.
Ávinningur Undirbúningur fyrir frekara bókhaldsnám eða vinnu við bókhald.
Tímasetning

Sjá nánar í yfirliti námskeiða.

Kennari Halldór Örn Þorsteinsson, stærðfræðikennari í Hringsjá og viðskiptafræðingur MSc