Náms- og starfsráðgjöf

Stuðningur við nemendur í Hringsjá

Náms- og starfsráðgjafi veitir stuðning við nemendur vegna námserfiðaleika, skipulags í námi, prófkvíða og vegna persónulegra erfiðleika. Hann leggur mat á úrræði vegna prófa hjá nemendum með sértæka námserfiðleika eða annarra þátta sem þarf að taka tillit til.

Náms- og starfsráðgjafi hefur umsjón með gerð einstaklingsstundaskráa.

Náms- og starfsráðgjafi veitir eftirfylgni með útskrifuðum nemendum.

Náms- og starfsráðgjafi er málsvari nemenda og hann er bundinn trúnaði gagnvart þeim nemendum sem til hans leitar.