Sérstakur stuðningur við nám

Iðjuþjálfi aðstoðar nemendur matsbrautar við að koma rútínu á athafnir daglegs lífs með því að skoða hvaða þættir eru þeim mikilvægir að sinna og að passa upp á jafnvægi í daglegu lífi.
Nemendur fá aðstoð við að setja sér markmið, skipta þeim niður í viðráðanleg skref og stuðning við að fylgja þeim eftir.

Iðjuþjálfi metur skynúrvinnslu þegar þess er þörf og ef um iðjuvanda er að ræða á því sviði fær, nemandi ráðgjöf og fundnar eru persónumiðaðar lausnir í samvinnu við nemanda og jafnvel kennara/ráðgjafa/vinnuveitanda. Einnig veitir hann aðstoð við að efla félagsfærni og mæta nemendum á þeim stað sem þau eru stödd og aðstoða þau þangað sem þau vilja fara.

Iðjuþjálfi veitir nemendum ráðgjöf um orkusparandi aðferðir, vinnuvistfræði og minnistækni sem allt eru þættir sem gagnast vel þegar nemandi stefnir á nám eða vinnu.