Ráðgjöf við nemendur í náms- og starfsendurhæfingu
Félagsráðgjöf
Félagsráðgjafi Hringsjár sér um gerð endurhæfingaráætlana, sér í lagi í tengslum við umsóknir um endurhæfingarlífeyri til Tryggingarstofnunar ríkisins. Félagsráðgjafi sinnir einnig eftirfylgni við útskrifaða nemendur.
Félagsráðgjafi leiðbeinir eða aðstoðar nemendur vegna úrlausna við félagsleg verkefni af ýmsum toga sem þeir glíma við á hverjum tíma.