Hringsjá er í samstarfi við þessar erlendu stofnanir.
Erlent samstarf


Samstarfslönd voru Noregur, Danmörk, Færeyjar og Svíþjóð.

Vinnustofan „Clever Competence“ var haldin í Borgarleikhúsinu 10. október 2019. Ráðstefnan var hluti af formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni. Einn starfsmaður og átta nemendur frá Hringsjá tóku þátt í vinnustofunni en aðaláhersla var á að fá sjónarmið ungs fólks sem hefur verið skapandi í sínum náms- og starfsferli og þurft að leita margvíslegra leiða.
Forstöðumaður Hringsjár var í viðtali í júní 2019 á DialogWeb sem er rafrænn vettvangur Norræna tengslanetsins fyrir fullorðinsfræðslu.
Á DialogWeb var viðtalið birt á norsku. https://nvl.org/content/hringsja-en-mulighet-til-bedre-liv Viðtalið vakti athygli og var fengið leyfi til að færa það yfir á EPALE sem er rafrænn vettvangur Evrópusambandsins fyrir fullorðinsfræðslu.
Á EPALE er hægt að lesa viðtalið á ensku og finnsku https://epale.ec.europa.eu/en/content/hringsja-opportunity-better-life