Sérkennsla/lesblinda

Lesblinda og sértækir námsörðugleikar eru algengir meðal nemenda Hring­sjár og margir hafa aldrei fengið greiningu. Nauðsynlegt er að staðfesta og skilgreina vandann til þess að hægt sé að finna og nýta viðeigandi aðferðir og leiðir. Sérkennari sér um lesgreiningar og er notast við LOGOS greiningarkerfið. Einnig starfar Davis® ráðgjafi í Hringsjá sem sinnir þjónustu við lesblinda en einnig er hægt að beita Davis® tækninni á talnablindu, reikniblindu, skrifblindu og einnig athyglisbrest með eða án ofvirkni.