Æfingar með músina

Hér er hægt að lesa um og æfa notkun tölvumúsar.

Ath. að breytingar á síðunni varðveitast ekki.
Ef þú sækir síðuna aftur (t.d. með því að ýta á F5 lykilinn) þurrkast allar breytingar út.

Almennt um músina

Hvernig á að halda á músinni

Hvernig halda skal um músina

Gagnlegar venjur:

  • Hafa hendina ofan á músinni
  • Nota tvo fingur á hnappa: Hafa vísifingur á öðrum hnappnum og löngutöng á hinum
  • Láta músina snúa beint fram (snúa henni sem minnst)

Líka gæta þess að músin sé á góðum stað á borðinu svo þú sért ekki að teygja þig í hana eða þurfir að sitja í óeðlilegri stellingu.

Hafa góða mottu sem ekki hreyfist. Alls ekki hafa músina á lausu undirlagi. Músin ætti að vera á miðri mottu í byrjun.

Hjólið á músinni

Ef músin er með hjól er það gagnlegt við að fletta. Notaðu það til að fletta þessari síðu.
Ef músin er ekki með hjól, þarf að nota flettitækin hægra megin á glugganum eða Page Up og Page Down lyklana.

Músarbendillinn

Mynd af venjulega músarbendlinum

Það sem hreyfist á skjánum þegar músin á borðinu er hreyfð.
Ímyndaðu þér að músarbendillinn sé eins konar framlenging á fingri.

Hreyfingar músar

Æfðu að færa músina eftir rauðu línunum og á bláu punktana. Færðu hana allan hringinn.
Æfðu þetta þar til þú nærð að láta músina nokkurn veginn fylgja línunum.

Mundu að snúa ekki músinni!

Mynd af línum og punktum til að æfa sig á

Helstu aðgerðir með músina

BENDA

Það að setja músarbendillinn á einhvern hlut á skjánum. Oft breytir bendillinn um lögun eftir því hvar hann er. Lögunin gefur vísbendingu um hvað hægt er að gera með músinni á þeim stað.

Mynd af venjulega músarbendlinumVenjulegi músarbendillinn.
Mynd af músarbendli fyrir textasvæðiMúsarbendillinn þegar hann er á svæði þar sem er hægt að skrifa.
Mynd af músarbendli þegar hann er á krækjuMúsarbendillinn þegar hann er á svona tengli sem sækir annað efni eða fer á annan stað.
Mynd af músarbendli sem færir upp eða niðurMúsarbendillinn þegar hann er á hlut sem er hægt að færa upp og niður.
Æfing 1:

SMELLA

Mynd af vinstri músarsmelli Smella einu sinni með VINSTRI hnapp. Til að velja það sem músarbendillinn bendir á.
Æfing 2:

HÆGRISMELLA

Mynd af hægri músarsmelli Smella einu sinni með HÆGRI hnapp. Kalla fram lista með aðgerðum fyrir hlutinn sem músarbendillinn bendir á.
Æfing 3:

TVÍSMELLA

Mynd af tvísmella Smella TVISVAR HRATT. Velja og framkvæma um leið.
Æfing 4:

DRAGA

Mynd af að draga með mús Benda á hlut, HALDA NIÐRI músarhnappi OG FÆRA músina. Hluturinn á að færast með.
Æfing 5:

*********************************************************

Svo er hægt að nota músina með lyklaborðinu. Nokkur dæmi:

*********************************************************

SHIFT lykill + SMELLA

Halda niðri Shift lykli og smella. Velja fleiri en einn samliggjandi hlut.

Æfing 6:

CTRL lykill + DRAGA

Halda niðri Ctrl lykli og draga. Búa til afrit eða velja fleiri en eitt svæði.

Æfing 7: