Hringsjá ó Hringsjá

Hringsjá ó Hringsjá á bakvið önnur stór hús og hóla,
þar sem leyndardómarnir dvelja.
Um skóla sem maður lærir og er gott að hjólastóla.
Í skóla þar sem leyndardómarnir róma.
Það er að sjá og heyra.
Þó ég hafi ekki verið hér lengi,
þá hellist yfir mig lærdómur leyndardóma.
Þar sem ókunnir hópar verða að góðum vinahópum,
vinarbönd bindast og styrkast.
Hringurinn sem fer hringinn.
Það er að heyra og sjá af leyndardómum Hringsjár.

Ó Hringsjá

Ó Hringsjá nú er þetta næstum búið og ekki aftur snúið.
ég vil ekki fara frekar bara halda mér fast í þína dyrakarma.
Þú hefur gefið mér mikinn fróðleik, vit, skilning og vinahópa.
Meira að segja tjáningu, tilgang og tilfinningar.
Hulin ástarmeyja byrjar að skína á ný og
leyndur ástarblossi sem á eftir að blómstra.
Ég veit það er ekki eins á móti.
Ó Hringsjá þú ert mér kær og allir sem fara
inn og út um þínar dyr eru meir en klárir og fróðir.
Svo er það er bara að vera klár og segja
bless mín kæra Hringsjá…

Halldóra María H. Skowronski