Upphaf vorannar 2022

Gleðilegt nýtt ár!

Samkvæmt skóladagatali Hringsjár átti kennslan að hefjast fimmtudaginn 6. janúar 2022 en við höfum ákveðið vegna aðstæðna í samfélaginu að breyta skóladagatalinu og færa fyrsta kennsludag til mánudagsins 10. janúar. Kennsla hefst þá samkvæmt stundaskrá. Kennt verður í staðnámi að mestu leyti eins og kostur er en líklegt er að sumir áfangar verði fluttir yfir á Teams til að geta virt sóttvarnarreglur á meðan við göngum í gegnum núverandi Covid bylgju.

Grímuskylda heldur áfram og EKKI er heimilt að að taka niður grímuna nema þegar matast er.  

Kennsla verður á Teams fyrir nemendur á fyrstu og annarri önn fimmtudaginn 6. janúar og verða nemendur boðaðir á ákveðnum tíma í þá kennslu.  

Leave a Reply