Þriggja anna vetrarnámið

Nýir nemendur eru teknir inn tvisvar á ári: á haustin og aftur um áramót. Vetrinum er skipt í tvær annir: Haustönn, sem stendur frá ágústlokum til loka desember, og vorönn, sem stendur frá byrjun janúar til loka maí.

Skóladagatal Hringsjár

Skóladagatalið 2017-18 (PDF skjal Tákn fyrir PDF skjöl).

Hver einstaklingur má gera ráð fyrir 4 - 6 kennslutímum á dag.

Kennt er frá 8:50 til 14:00 fimm daga vikunnar á venjulegum starfstíma skóla.

Yfirleitt er unnið í 10 til 20 manna hópum eftir viðfangsefni en einnig veitt einstaklingsaðstoð ef þurfa þykir.

Sífellt hærra hlutfall nemenda hefur farið í frekara nám eftir veru í Hringsjá. Viðkomandi skólar hafa þá metið til eininga það námsefni sem nemandinn hefur lokið með viðunandi árangri. Góð samvinna hefur verið við framhaldsskólana um námsmat.

Stundatöflur hópa á haustönn 2017

Koma í haust.

Fög og stundafjöldi:

Fög merkt * eru kennd í hálfa önn.

1. önn
FagStundir
Íslenska6
Enska4
Stærðfræði4
Upplýsingatækni4
Bókhald2
Námstækni2
Lífsleikni2
Leiklist2*
Bókhald2*
HAM2*
Stuðningur2*
Íþróttir (val)2
Sundleikfimi (val)1
  
Samtals26 - 29
2. önn
FagStundir
Íslenska4
Enska4
Stærðfræði4
Félagsfræði2
Upplýsingatækni4
Náms- og starfsfræðsla2
Lífsleikni2
Bókhald4
Myndlist2
Íþróttir (val)2
Sundleikfimi (val)1
  
Samtals28 - 31
3. önn
FagStundir
Íslenska4
Enska4
Félagsfræði2
Stærðfræði4
Upplýsingatækni     4
Bókhald (val)4
Heilbrigðisfræði (val)4
Náms- og starfsfræðsla2*
Tjáning2*
Sálfræði2
Íþróttir (val)2
Sundleikfimi (val)1
  
Samtals27 - 30

Hringsjá náms– og starfsendurhæfing, Hátúni 10d, 105 Reykjavík
Sími: 510 9380 Tölvupóstur: hringsja@hringsja.is

Opnunartími Hringsjár er mánudaga-fimmtudags frá kl. 8:30-12:00 og 12:30-15:30,
en á föstudögum frá kl. 8:30-12:00.